Veiði hófst í Eystri-Rangá í morgun og lofar byrjunin góðu. Sex laxar komu á land og sáust víða fiskar. Til að mynda uppi á veiðisvæði sex. Þá voru menn að missa fiska og sjá hann stökkva.
Þeir laxar sem veiddust í morgun voru á bilinu 74 til 89 sentímetrar; fimm hrygnur og einn hængur. Fjórir veiddust á ásnum en tveir ofar. Guðmundur Atli Ásgeirsson hjá Fly fishing in Iceland annast sölu veiðileyfa í Eystri um þessar mundir og hann sagði í samtali við Sporðaköst að aðstæður væru góðar. „Það er smágrámi í ánni, vottar fyrir snjóbráð og þetta lítur bara vel út.“ Hann sagði Eystri-Rangá vel selda næstu daga en laus leyfi væru einhver síðar í mánuðinum.
Eystri-Rangá er ekki þjökuð af þeim miklu þurrkum sem gera veiðimönnum víða erfitt fyrir. Báðar Rangárnar treysta á seiðasleppingar og endurheimtur. Þar er ekki veiða-og-sleppa-fyrirkomulag enda lítið sem ekkert um að fiskur hrygni í ánum. Eystri-Rangá hefur oft verið í hópi aflahæstu áa á landinu og þessi byrjun lofar góðu.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |