Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur gerði í gær að umtalsefni á fésbókarsíðu sinni hinn langa þurrviðriskafla síðustu vikur svo til vandræða horfir í mörgum laxveiðiám. Nú telur Einar að breytingar séu að verða á þessu veðurlagi
Fram kemur hjá Einari að frá því 29. apríl hafi loftþrýstingur vestanlands verið alla daga yfir meðallagi og stundum mjög yfir því, eins og metdagana 11. og 12. júní.
Einar segir að meðalloftþrýstingurinn í Stykkishólmi á þessum rúmlega sex vikna kafla sé um 1021,7 hPa eða um níu hPa yfir meðallagi árstímans.
Við eðlilegar aðstæður sveiflist loftvogin upp og niður með veðurkerfunum og þó svo á vorin geti komið langir kaflar með staðviðri sé þetta meira en gengur og gerist.
Nánar segir Einar: „Gramsaði í gömlum mælitölum og athugið að lesið hefur verið af loftvoginni í Stykkishólmi allt frá 1845. Mæliröðin er góð og áreiðanleg. Það er helst að vorið 1932 líkist því nú að þessu leytinu. Loftþrýstingur var þá meira og minna yfir meðallaginu, en þó ekki alveg samfellt frá 1. maí til 20. júní. Þá eins og nú voru endurteknar fyrirstöðuhæðir áberandi, ýmist fyrir vestan eða austan landið. Þurrt var eðlilega meðan háþrýstiskeiðið varði rétt eins og nú. Hiti var markvert yfir meðallagi og fremur sólríkt.
En nú stefnir í breytingar skv. veðurspám. 18. júní verður þá fyrsti dagurinn sem loftvogin virðist ætla undir meðaltalið, sem er 1008 hPa í Stykkishólmi í júní.
Norður-Atlantshafssveiflan NAO hefur líka verið á neikvæðu róli samfellt frá því seint í apríl. Nú stefnir hún í jákvæðan fasa með lækkandi loftþrýstingi.
En það er svo sem ekki að sjá neinn lægðagang að ráði í spánum eða stórrigningar svona til að byrja með, en löngu sólardögunum sunnan- og vestantil fer fækkandi úr þessu.“
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |