Góð byrjun í Skjálfandafljóti

Fyrstu laxarnir veiddust í Skjálfandafljóti í gær.Steingrímur Vésteinsson með lax …
Fyrstu laxarnir veiddust í Skjálfandafljóti í gær.Steingrímur Vésteinsson með lax úr Barnafelli. Ljósmynd/Adam Á. Óskarsson

Veiði hófst í Skjálfandafljóti í gær og lofar fyrsti dagur góðu um framhaldið. Alls komu sex laxar á land og voru aðstæður góðar. Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters sem er með ána á leigu sagði í samtali við Sporðaköst í gær að opnunin hefði verið virkilega góð. „Það voru að koma fiskar víða og það virðist sem laxinn hafi dreift sér ágætlega. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af vatnsleysi í Skjálfandafljótinu.“

Alls komu sex laxar á land í gær sem var opnunardagur. Tveir laxar veiddust í Barnafelli og fjórir á svokölluðum Austurbakka. Þá misstu veiðimenn að auki tvo væna laxa. Skjálfandafljót er magnað veiðivatn með mikilli bakkalengd og ógrynni veiðistaða. Þar þarf víða að ganga en þeir sem nenna að leggja á sig slíkt ferðalag uppskera oft í samræmi við dugnað.

Sveinn Aðalgeirsson með fallegan tveggja ára lax úr Barnafelli.
Sveinn Aðalgeirsson með fallegan tveggja ára lax úr Barnafelli. Ljósmynd/Adam Á. Óskarsson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert