Laxá í Aðaldal opnaði í morgun

Halla Bergþóra Björnsdóttir með fyrsta laxinu úr Laxá í Aðaldal …
Halla Bergþóra Björnsdóttir með fyrsta laxinu úr Laxá í Aðaldal í sumar. Ljósmynd/Aðsend

Laxá í Aðaldal opnaði í morgun á svæðinu fyrir neðan Æðarfossa af landeignendum frá Laxamýri.  Fyrir 10 dögum síðan sáu menn fyrstu laxana við Staurinn svokallaða í Kistukvísl.

Að sögn Jóns Helga Björnssonar á Laxamýri þá voru aðstæður fremur erfiðar, kalt og hvasst en samt nóg vatn, ólíkt því sem er víða sunnan og vestan lands. Sett var í sex laxa fram að hádegi og náðust þrír af þeim á land. 

Það var systir Jóns Helga, Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, sem náði fyrsta laxinum á land og var það 86 cm hrygna úr Kistukvíslinni.

Vigfús Bjarni Jónsson náði svo þeim næsta á land úr Fosspolli og reyndist það vera 94 cm.  Var það geðvondur hængur sem lá á að komast aftur út í ána og tókst það áður en tókst að smella af honum mynd.  

Jón Helgi sjálfur náði svo einum 90 cm á land úr Kistuhyl.  Fram kom að laxarnir hafi komið á Francis og Abbadís.

Jón Helgi með 90 cm hæng við Kistu­hyl og naut …
Jón Helgi með 90 cm hæng við Kistu­hyl og naut aðstoðar frá börn­um sín­um, þeim Sjöfn Huldu og Birni Gunn­ari. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert