Flugur vikunnar að þessu sinni taka mið af aðstæðum í laxveiðinni og svo er hér ein mögnuð fyrir silunginn.
Alda hefur um árabil verið ein fengsælasta flugan í Veiðivötnum. Alda er fáanleg í nokkrum litaafbrigðum og erfitt að gera upp á milli því allar veiða þær vel. Þetta er ein af þeim flugum sem er mjög skynsamlegt að vera með í boxinu þegar farið er inn á hálendið í silung.
Brá er að öðrum flugum ólöstuðum besta fluga í lax á björtum dögum. Nú þegar vatn er afar lítið og dagar bjartir er ekki úr vegi að kasta agnarsmárri Brá í stærðum 16 og 18. „Það er einfaldlega bannað að fara í laxveiði þessa dagana án þess að taka leynivopnið, Brá með sér,“ segir Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu þegar hann tilkynnti um val á flugum vikunnar.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |