Samkvæmt fréttum frá Nesi í Aðaldal kom fyrsti stórlaxinn á land þar í morgun.
Það var Atli Bjarnason sem veiddi 108 cm hrygnu í Efri Grástraum á 1/4 tommu grænan Frigga sem landað var eftir 45 mínútna baráttu. Hrygnan stóra var vigtuð í háfnum og reyndist vera 12,3 kíló eða um 27 ensk pund (lbs.).
Atli var með leiðsögumann við höndina og var það Hilmar Þór Árnason 15 ára sem var einmitt á sinni fyrstu vakt sem slíkur. Atli er þó enginn nýgræðingur þrátt fyrir ungan aldur endar býr hann að Nesi í Aðaldal og alinn upp á bökkunum árinnar af föður sínum, Árna Pétur Hilmarssyni sem er rekstraraðili Nes svæðisins.
Í samtali við Morgunblaðið síðastliðið sumar sagði Hilmar Þór: „Ég stefni mjög ákveðið að því að verða leiðsögumaður og fæ mjög oft að vera með pabba þegar hann er í leiðsögn. Það er alveg á hreinu að ég ætla að verða leiðsögumaður hér við Laxá.“
Ferilinn byrjar því einkar glæsilega hjá þessum unga leiðsögumanni.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |