Ágætis byrjun í Veiðivötnum

Ísar Edwinsson með stærsta urriðann í síðastliðinni viku.
Ísar Edwinsson með stærsta urriðann í síðastliðinni viku. veidivotn.is

Veiðivötn á Landmannaafrétti opnuðu 18. júní og samkvæmt samantekt veiðivarða fyrir þessa fyrstu viku fer veiðin ágætlega af stað. Vel er haldið utan um skráningu á afla úr vötnunum.

Veiddust 4.020 fyrstu vikuna sem skiptust í 2.605 urriða og 1.415 bleikjur. Þetta er talsvert betri heildarveiði en fyrstu vikuna árið 2018 þegar veiddust 3.208 fiskar.

Eins og oft áður veiddist mest í Litlasjó eða 1.292 fiskar og 456 komu upp úr Stóra-Fossvatni.

Þyngsti fiskurinn sem kom á land þessa vikuna var 13,2 punda urriði sem kom úr Hraunsvötnum. Stærstu urriðarnir sem komu á land sumarið 2018 voru 12,0 punda og komu einnig úr Hraunsvötnum.

Meðalþyngd þessa fyrstu viku var 1,5 pund, en mesta meðalþyngd var 2,2 pund í Litla-Breiðavatni.

Sumarið 2018 veiddust úr vötnunum alls 25.437 fiskar sem var nokkuð minni veiði en árin tvö þar á undan. Á stöng veiddust 20.593 fiskar og 4.844 í netin eftir að stangveiðitímanum lauk. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert