Veiddi draumalaxinn í Víðidalsá

Eggert Halldórsson með draumalaxinn úr Dalsárósi í Víðidalsá. Hann mældist …
Eggert Halldórsson með draumalaxinn úr Dalsárósi í Víðidalsá. Hann mældist 101 sentímetri og tók Green But númer 14. Ljósmynd/JHR

Eggert B. Halldórsson setti í og landaði draumalaxinum í Víðidalsá skömmu eftir að hann hóf veiðar eftir hádegi. Hann og Þórir bróðir hans áttu neðsta svæðið og byrjuðu í Dalsárósi. Fljótlega reistu þeir fisk á hitch og sást strax að þetta var mjög stór fiskur. 

„Við vorum búnir að vera að tala um Green But á leiðinni frá veiðihúsinu. Svo mætti Jóhann Hafnfjörð, leigutaki og stakk upp á Green But númer fjórtán. Hún fór undir og ég fékk svaka yfirborðsneglu á hana. Ég áttaði mig ekki á hversu stór hann var. Vissi samt að þetta var stór fiskur. Ég sá hann aldrei almennilega fyrr en við hreinlega lönduðum honum,“ Sagði Eggert í samtali við Sporðaköst.

Fiskurinn var mældur 101 sentímetri og er sá stærsti sem veiðst hefur í Víðidalsá í sumar. Þetta var sannkallaður draugur eins og stórfiskarnir í Víðidalsá eru gjarnan kallaðir. Viðureignin stóð í um það bil hálftíma og þumbaðist stórlaxinn upp og niður hylinn. „Hann var ekki lúsugur en þetta er samt glænýr fiskur,“ sagði afar ánægður veiðimaður.

Viðureignin stóð í hálftíma og þá var fyrsta draugi sumarsins …
Viðureignin stóð í hálftíma og þá var fyrsta draugi sumarsins landað í Víðidal. Laxar sem ná stærðinni 100 sentímetrar eða meira eru gjarnan kallaðir draugar í Víðidal. Ljósmynd/JHR

Dalsárósinn er mjög líflegur þessa dagana og sagði Eggert að fiskur væri víða á lofti og að sýna sig. Nokkuð er af laxi í veiðistaðnum Þorra og einnig í Ármótum. Þá er nokkuð farið að ganga af fiski upp Fitjá eftir rigningar. Víðidalsá í Kolugljúfrum var einungis 2,3 rúmmetrar áður en fór að rigna en fór upp í þrjá rúmmetra eftir síðustu nótt. Nokkuð hefur sést af laxi í neðstu veiðistöðunum í hliðaránni Fitjá og veit það á gott.

Þá er laxinn mættur í Stekkjarfljót, einn af efstu veiðistöðum Víðidalsár, rétt neðan við Kolugljúfur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert