Saga stórlaxins úr Seiðkatli

Jóhannes Sturlaugsson og dóttir hans Dalrún Jóhannesardóttir með vænan Þingvallaurriða. …
Jóhannes Sturlaugsson og dóttir hans Dalrún Jóhannesardóttir með vænan Þingvallaurriða. Jóhannes sem rekur fyrirtækið Laxfiskar hefur opinberað sögu stórlaxins sem veiddist í vikunni. Ljósmynd/Magnús Guðmundsson

Jóhannes Sturlaugsson hefur opinberað sögu stórlaxins sem veiddist í Elliðaánum í vikunni og Sporðaköst greindu frá. Jóhannes birti athugasemd við frétt um laxinn inni í grúbbunni á facebook sem fjallar um Elliðaárnar. Innlegg Jóhannesar er afar áhugavert og er það birt hér í heild sinni. Hann skrifaði;

„Stórlaxahængurinn góði úr sem Guðrún Gerður stangseiddi úr Seiðkatlinum í Elliðaám í gær var örmerktur líkt og veiðiuggaleysi hans bar með sér. Því leit ég við niður í veiðihús Elliðaánna í gær til að sækja trjónu (snoppu) hans sem inniheldur örmerkið sem Ásgeir Heiðar og aðrir umsjónarmenn SVFR höfðu fjarlægt samhliða mælingu á fiskinum. Fyrir þá sem þekkja ekki til örmerkinganna í Elliðaánum þá er við hæfi að geta þess að þær eru gerðar á gönguseiðum laxins þegar þau halda til sjávar, þá yfirleitt annaðhvort tveggja eða þriggja ára gömul. Gönguseiðin eru veidd í seiðagildru undan rafstöðinni í Elliðaárdalnum. Það átti einnig við um þennan hæng sem veiddist þar sem gönguseiði þegar hann hélt til sjávar rúmum tveimur árum áður en hann veiddist. Það var þann 22. maí 2017 er hann ásamt um 250 öðrum gönguseiðum veiddust í seiðagildruna þann sólarhring sem var reyndar hámarksfjöldi seiða er gengu til sjávar á sólarhringsgrundvelli það árið. Hvað skyldi þá þessi 90 cm langi stórlax hafa verið langur er hann hóf sjóferð sína 2017?

Guðrún Gerður með stórlaxinn sem hún veiddi. Níutíu sentímetrar, merktur …
Guðrún Gerður með stórlaxinn sem hún veiddi. Níutíu sentímetrar, merktur og lúsugur. Örmerkið í trjónu fisksins geymir áhugaverðar upplýsingar. Ljósmynd/Aðsend

Þegar merkingargögnin voru skoðuð kom í ljós að hængurinn var 13,6 cm langur og um 25 g þungur er hann skellti sér í þetta sjósund af lengra taginu þar sem sjávarréttasúpa að hætti Norður Atlantshafsins var að venju Atlantshafslaxins daglega á borðum þar til tveggja ára ætisgöngunni þessa lax lauk. Þá var hann komin á lífskeið heldri laxa, stórlaxaskeiðið og þótti líkt og mörgum öðrum Elliðaárlaxinum tímabært að halda á heimaslóðir Elliðaánna. Þar átti fyrir honum að liggja að skila af sér upplýsingum til þeirra vöktunarrannsókna sem rannsóknafyrirtæki mitt Laxfiskar hefur frá og með árinu 2011 séð um fyrir Stangaveiðifélag Reykjavíkur á fiskistofnum í vatnakerfi Elliðaánna. Meðalvöxtur laxins góða á þessum tveimur árum var ríflega 3 cm á hverjum mánuði. Miðað við að laxinn hafi verið um 7 kg (14 pund) þá hefur hann margfaldað þyngd sína 280 sinnum miðað við þau 25 g sem hann vóg í byrjun sjóferðar.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert