Tilhögun rjúpnaveiða 2019

Myndarlegur rjúpnakarri á lyngi.
Myndarlegur rjúpnakarri á lyngi. Fuglavernd

Fyrr í dag sendi Umhverfisstofnun bréf til umhverfisráðherra um tillögu um tilhögun rjúpnaveiða á landinu 2019.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skotveiðifélagi Íslands.

Tillögurnar hljóða upp á að veitt verði 22 daga í nóvember, alla daga að undanskildum miðvikudögum og fimmtudögum. Veiðimenn verða eins og áður hvattir til að veiða hóflega og sýna ábyrgð.

Fyrirkomulagið mun bara gilda í haust verði það samþykkt af umhverfisráðherra. Þá yrði nú í haust jafnframt byrjað á vinnu við virka veiðistjórnun (Adaptive Harvest Management).

Fram kemur að Fuglavernd og Náttúrufræðistofnun Íslands hafa fallist á þessar tillögur ásamt öðrum hagaðilum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert