Laxveiði almennt mun minni en í fyrra

Frá Sólheimafossi í Laxá í Dölum í eðlilegu vatni. Í …
Frá Sólheimafossi í Laxá í Dölum í eðlilegu vatni. Í sumar hafa menn og laxar hins vegar þar þurft að glíma þar við mikla þurrka og vatnsleysi. IO veiðileyfi

Viku­leg­ar veiðitöl­ur úr laxveiðiám lands­ins birt­ust í morg­un á vef Landssambands veiðifélaga og eru þær unnar fyrir vikuna 26. júní til 3. júlí. Áberandi er að allar árnar af þeim 10 efstu hafa gefið mun minni veiði en á sama tíma í fyrra.  

Hægt er að tala um hrun í Borgarfjarðaránum sem hafa þjást af vatnsskorti frá opnun en loks hefur eitthvað ringt síðustu daga. Vísbendingar eru þó um að minna sé af laxi á ferðinni en undanfarin ár því að vatnsmeiri árnar sem ekki kljást við vatnsleysi hafa flestar gefið mun minni veiði en á sama tíma fyrir ári síðan. Eystri-Rangá er eina undantekningin þar á.

Eins og áður er Urriðafoss í Þjórsá með flesta veidda laxa þar sem er heildarveiðin komin í 427 laxa og skilaði síðasta veiðivika 108 löxum. Veiðin í ár talsvert lakari en svipuðum tíma í fyrra þegar að heildartalan stóð í 577.  

Eystri-Rangá er í öðru sæti með 235 laxa og var vikuveiðin 142 laxar. Þetta er talsvert betra en fyrir ári síðan þegar 86 laxar voru komnir á land.

Blanda er í þriðja sætinu með 135 laxa skráða og gaf síðasta vika 25 laxa. Fyrir ári síða var búið að landa þar 229. 

Hér er list­inn yfir 10 efstu árn­ar eins og staðan er þessa vik­una.

  1. Urriðafoss 427 lax­ar - viku­veiði 108 lax­ar (577 á sama tíma 2018)
  2. Eystri-Rangá 235 lax­ar - viku­veiði 142 lax­ar (86 á sama tíma 2018)
  3. Blanda 135 lax­ar - viku­veiði 25 lax­ar (229 á sama tíma 2018)
  4. Miðfjarðará 118 lax­ar - viku­veiði 55 lax­ar (320 á sama tíma 2018)
  5. Brennan 107 lax­ar - viku­veiði 14 lax­ar (188 á sama tíma 2018)
  6. Ytri-Rangá 93 lax­ar - viku­veiði 36 lax­ar (208 á sama tíma 2018)
  7. Þverá/Kjarrá 91 lax - viku­veiði 65 lax­ar (843 á sama tíma 2018)
  8. Haffjarðará 91 lax - viku­veiði 51 lax­ (320 á sama tíma 2018)
  9. Elliðaárnar 81 lax­ - viku­veiði 45 laxar (228 á sama tíma 2018­)
  10. Laxá í Aðaldal 70 lax­ar - viku­veiðin 26 lax­ar (113 á sama tíma 2018) 

Nánar má kynna sér þessar upplýsingar hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert