Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiám landsins birtust í morgun á vef Landssambands veiðifélaga og eru þær unnar fyrir vikuna 26. júní til 3. júlí. Áberandi er að allar árnar af þeim 10 efstu hafa gefið mun minni veiði en á sama tíma í fyrra.
Hægt er að tala um hrun í Borgarfjarðaránum sem hafa þjást af vatnsskorti frá opnun en loks hefur eitthvað ringt síðustu daga. Vísbendingar eru þó um að minna sé af laxi á ferðinni en undanfarin ár því að vatnsmeiri árnar sem ekki kljást við vatnsleysi hafa flestar gefið mun minni veiði en á sama tíma fyrir ári síðan. Eystri-Rangá er eina undantekningin þar á.
Eins og áður er Urriðafoss í Þjórsá með flesta veidda laxa þar sem er heildarveiðin komin í 427 laxa og skilaði síðasta veiðivika 108 löxum. Veiðin í ár talsvert lakari en svipuðum tíma í fyrra þegar að heildartalan stóð í 577.
Eystri-Rangá er í öðru sæti með 235 laxa og var vikuveiðin 142 laxar. Þetta er talsvert betra en fyrir ári síðan þegar 86 laxar voru komnir á land.
Blanda er í þriðja sætinu með 135 laxa skráða og gaf síðasta vika 25 laxa. Fyrir ári síða var búið að landa þar 229.
Hér er listinn yfir 10 efstu árnar eins og staðan er þessa vikuna.
Nánar má kynna sér þessar upplýsingar hér.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |