Árni Baldursson er líklega einn þekktasti stangveiðimaður landsins og jafnframt leigutaki af mörgum veiðisvæðum hér á landi. Má segja að Árni sé atvinnumaður í faginu og veiðir stærstan hluta ársins á Íslandi og víða um heim.
Það má því segja að þar tali maður af reynslu og eftir því tekið sem hann mælir í heimi stangveiðinnar. Fyrr í dag birti hann færslu á fésbókarsíðu sinni undir fyrirsögninni „Nú er netin komin niður aftur....“, en Árni er leigutaki Stóru-Laxár í Hreppum í gegnum fyrirtæki sitt Lax-á og er umfjöllunarefnið meðal annars laxveiði í net í Ölfusá og Hvítá í Árnessýslu.
Árni segir svo frá: „Uppár Árnessýslu eru vatnslausar, Stóra Laxá er að þrotum komin með rennsli aðeins upp á 4 - 6 rúmmetra. Laxinn okkar kemst ekki upp í ána sína á leið sinni heim upp á hrygningarstöðvarnar, hann er einhverstaðar ráðvilltur niður í Hvítá. Nú eru netin kominn niður af fullum krafti, lítið og tært vatn er í Ölfusá og Hvíta, kjöraðstæður fyrir netaveiðibændur að valda sem mestu tjóni á hrygningarlaxinum sem kemst ekki upp árnar. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað verður drepið af laxi núna í netunum. Við erum með hinar ýmsu opinberar eftirlitstofnanir reknar af ríkinu svo sem Fiskistofu, Veiðimálastofnum ofl., þessar stofnanir hafa það verkefni að halda uppi veiðistjórnun og vernda fiskistofnana okkar. Netaveiðibændum í Ölfusá og Hvíta hafa ekki verið settar neina reglur, engar nýtingaráætlanir, engir veiðikvótar ekki neitt, þessar stjórnlausu netaveiðar hafa ekki náð athygli þessara eftirlitstofnana , þeim er sko alveg nákvæmlega sama ! Þetta er ekki neinn smá skandall, þetta er alvöru skandall, við höfum tekið mörg skref núna í áttina að því að útrýma íslenska laxastofninum og bætum bara við dash af fiskeldi í sjókvíum þá er þetta bara búið ... til hamingju með það allir, þá getum við bara farið á bútasaum og prjónanámskeið hjá Veiðifélagi Árnesinga og Fiskistofu. Árni Baldursson p.s veiðin á Íslandi er sú versta á landsvísu í manna minnum og skiptir þá ekki máli hvort árnar hafa vatn eða ekki, ætla menn ekki virkilega að vakna upp?“
Með færslu þessari birtir Árni mynd frá efsta svæðinu í Stóru Laxá og segir „ .... horft upp í Heimahylji. Stóra Laxá er ein alfallegasta á í veröldinni , en tollurinn sem tekinn er af henni .. guð hjálpi mér!“
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |