Ágætur gangur í Jöklu

Stóri hængurinn úr Klapparhyl í Jöklu í gær.
Stóri hængurinn úr Klapparhyl í Jöklu í gær. strengir

Samkvæmt upplýsingum austan frá Jökuldal þá hefur verið ágætis gangur í veiðinni í Jöklu frá því hún opnaði þann 1. júlí.

Í gær komu 8 laxar á land úr Jöklu sjálfri og voru þeir flestir vænir. Stærstur var 94 cm hængur úr Klapparhyl.

Hingað til hafa flestir laxarnir verið að veiðast í Hólaflúð en í gær sló inn svæðið í kringum hliðarána Laxá.

Skilyrði í Jöklu eru góð, frábært vatn og segja leigutakar að það stefni í góðan júlímánuð.

Jöklusvæðið gaf 487 laxa sumarið 2018 og telja kunnugir að veiðin hefði orðið hefði mun meiri ef Jökla sjálf hafi ekki farið óvenjulega snemma á yfirfall í byrjun ágúst.

Venjulega fer Jökla á yfirfall þegar komið er fram í september þegar að Hálslón upp við Kárahnjúka fyllist og þá verður erfiðara að veiða Jöklu og veiðin færist þá að mestu í hliðarárnar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert