Færeyska skipinu Stapin var fylgt til Vopnafjarðar og skipstjóri þess yfirheyrður, eftir að eftirlitsdróni Landhelgisgæslunnar stóð skipverja að verki við meint ólöglegt brottkast.
Dróninn náði atvikinu á myndband á sunnudaginn en Landhelgisgæslunni varð fyrst kunnugt um athæfið á mánudag. Stapin kom til hafnar á Vopnafirði þar sem lögreglan á Austurlandi tók við skipinu og tók skýrslu af skipstjóra en að því búnu tekur hefðbundið rannsóknarferli við.
„Myndirnar náðust á sunnudaginn en það var á mánudeginum sem við vorum að skoða upptökurnar og áttuðum okkur á þessu,“ sagði Ásgrímur Ásgrímsson, framkvæmdastjóri Landhelgisgæslunnar.
Þetta var í fimmta sinn sem ólöglegt meint brottkast næst á myndband eftirlitsdrónans í sumar, að sögn Ásgríms: „Þetta er fimmta skipið sem dróninn nær myndum af, við meint ólöglegt brottkast, í sumar. Hin fjögur skiptin hafa það verið íslenskir bátar, sagði hann. Ásgrímur segir að dróninn hafi verið víða á flugi við eftirlitsstörf:
„Hann hefur flogið frá Egilsstöðum, Austurlandi, hálfu Norðurlandi og hálfu Suðurlandi í eftirlit í sumar.“
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |