Færeyskt skip stöðvað

Stapin var staðinn að verki við meint ólöglegt brottkast.
Stapin var staðinn að verki við meint ólöglegt brottkast.

Færeyska skipinu Stapin var fylgt til Vopnafjarðar og skipstjóri þess yfirheyrður, eftir að eftirlitsdróni Landhelgisgæslunnar stóð skipverja að verki við meint ólöglegt brottkast.

Dróninn náði atvikinu á myndband á sunnudaginn en Landhelgisgæslunni varð fyrst kunnugt um athæfið á mánudag. Stapin kom til hafnar á Vopnafirði þar sem lögreglan á Austurlandi tók við skipinu og tók skýrslu af skipstjóra en að því búnu tekur hefðbundið rannsóknarferli við.

„Myndirnar náðust á sunnudaginn en það var á mánudeginum sem við vorum að skoða upptökurnar og áttuðum okkur á þessu,“ sagði Ásgrímur Ásgrímsson, framkvæmdastjóri Landhelgisgæslunnar.

Þetta var í fimmta sinn sem ólöglegt meint brottkast næst á myndband eftirlitsdrónans í sumar, að sögn Ásgríms: „Þetta er fimmta skipið sem dróninn nær myndum af, við meint ólöglegt brottkast, í sumar. Hin fjögur skiptin hafa það verið íslenskir bátar, sagði hann. Ásgrímur segir að dróninn hafi verið víða á flugi við eftirlitsstörf:

„Hann hefur flogið frá Egilsstöðum, Austurlandi, hálfu Norðurlandi og hálfu Suðurlandi í eftirlit í sumar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert