Færeyskt skip stöðvað

Stapin var staðinn að verki við meint ólöglegt brottkast.
Stapin var staðinn að verki við meint ólöglegt brottkast.

Fær­eyska skip­inu Stap­in var fylgt til Vopna­fjarðar og skip­stjóri þess yf­ir­heyrður, eft­ir að eft­ir­lits­dróni Land­helg­is­gæsl­unn­ar stóð skip­verja að verki við meint ólög­legt brott­kast.

Drón­inn náði at­vik­inu á mynd­band á sunnu­dag­inn en Land­helg­is­gæsl­unni varð fyrst kunn­ugt um at­hæfið á mánu­dag. Stap­in kom til hafn­ar á Vopnafirði þar sem lög­regl­an á Aust­ur­landi tók við skip­inu og tók skýrslu af skip­stjóra en að því búnu tek­ur hefðbundið rann­sókn­ar­ferli við.

„Mynd­irn­ar náðust á sunnu­dag­inn en það var á mánu­deg­in­um sem við vor­um að skoða upp­tök­urn­ar og áttuðum okk­ur á þessu,“ sagði Ásgrím­ur Ásgríms­son, fram­kvæmda­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Þetta var í fimmta sinn sem ólög­legt meint brott­kast næst á mynd­band eft­ir­lits­drón­ans í sum­ar, að sögn Ásgríms: „Þetta er fimmta skipið sem drón­inn nær mynd­um af, við meint ólög­legt brott­kast, í sum­ar. Hin fjög­ur skipt­in hafa það verið ís­lensk­ir bát­ar, sagði hann. Ásgrím­ur seg­ir að drón­inn hafi verið víða á flugi við eft­ir­lits­störf:

„Hann hef­ur flogið frá Eg­ils­stöðum, Aust­ur­landi, hálfu Norður­landi og hálfu Suður­landi í eft­ir­lit í sum­ar.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert