Rjúpnadögum fjölgað í 22

Veiðidögum er nú fjölgað í 22 og hefst tímabilið 1. …
Veiðidögum er nú fjölgað í 22 og hefst tímabilið 1. nóvember. Ráðherra tilkynnti þetta fyrir stundu. Ómar Smári Ármansson

Nú liggur ljóst fyrir að rjúpnatímabilið í haust verður lengra en verið hefur undanfarin ár. Veiðidögum er fjölgað í 22, en voru í fyrra fimmtán talsins. Fyrir stundu birti umhverfisráðuneytið fréttatilkynningu á vef sínum, þar sem greint er frá fyrirkomulaginu. Stefnt er að því að þessi dagafjöldi verði næstu þrjú veiðitímabil. Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni.

„Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að veiðitímabil rjúpu verði frá 1. nóvember – 30. nóvember. Leyft er að veiða fimm daga í viku, frá föstudögum til þriðjudaga í hverri viku. Veiðibann er miðvikudag og fimmtudaga. Áfram er í gildi sölubann á rjúpum og eru veiðimenn hvattir til hófsemi í veiðum.

Með þessu fylgir ráðherra ráðgjöf Umhverfisstofnunar sem unnin var í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands, Fuglaverndarfélag Íslands og Skotvís.

Meginstefna stjórnvalda er að nýting rjúpnastofnsins skuli vera sjálfbær, sem og annarra auðlinda. Jafnframt skuli rjúpnaveiðimenn stunda hóflega veiði til eigin neyslu. Til að vinna að sjálfbærri veiðistjórnun eru stundaðar mikilvægar rannsóknir og vöktun á stofninum og síðan rekið stjórnkerfi til að stýra veiðinni að viðmiðum um hvað telst sjálfbær nýting.

Heimillt er að veiða alla daga í nóvember, að miðvikudögum …
Heimillt er að veiða alla daga í nóvember, að miðvikudögum og fimmtudögum undanskyldum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Sölubann er á rjúpum en í því felst að óheimilt er að flytja út, bjóða til sölu eða selja rjúpur og rjúpnaafurðir. Umhverfisstofnun er falið að fylgja sölubanninu eftir.

Veiðimenn eru eindregið hvattir til að sýna hófsemi og eru sérstaklega beðnir um að gera hvað þeir geta til að særa ekki fugl umfram það sem þeir veiða m.a. með því að ljúka veiðum áður en rökkvar. Umhverfisstofnun verður falið að hvetja til hófsemi í veiðum sem eiga að miða við veiði til eigin neyslu.

Veiðiverndarsvæði verður áfram á SV-landi líkt og undanfarin ár. Veiðimönnum er enn fremur bent á að kynna sér takmarkanir á veiðum á friðlýstum svæðum.

Gengið er út frá að rjúpnaveiði verði með sama hætti árin 2020 og 2021 með fyrirvara þó um hugsanlegar breytingar.

Veiðimenn eru hvattir til góðrar umgengi um náttúru landsins.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka