Stefán Elí Stefánsson matreiðslumaður landaði draumafiskinum í Haukadalsá í morgun. Þetta var fyrsta veiðiferð hans í Haukadalsá. „Við vorum búnir að verða varir við fiska í Símabreiðu og í morgun fór ég þangað aftur. Ég var einn og byrjaði með tvær smáflugur. Tók bara tvö rennsli og setti svo undir Frances, rauða númer tólf. Hann negldi hana og tók svo svaka roku. Þetta var svakalega gaman,“ sagði Stefán í samtali við Sporðaköst.
Viðureignin var furðulega stutt og tók ekki nema tæpar sex mínútur að sögn Stefáns. „Ég tók rosalega á honum og náði honum fljótlega inn á dautt vatn og náði svo að sporðtaka hann.“
Þetta er stærsti lax sem Stefán hefur landað. Fram til þessa var stærsti laxinn hans úr Laxá í Aðaldal 102 sentímetrar.
Stefán sleppti fisknum og tók það nokkra stund en þegar hann fór var hann sprækur.
Haukadalsá á það til að gefa stóra laxa á haustin. Skemmst er að minnast þess að haustið 2015 var 108 sentímetra fiski landað í Hauku.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |