Íslenska krónan hefur gefið mikið eftir frá því síðasta vor. Dollarinn er nú um sautján prósent dýrari en á sama tíma í fyrra. Þetta myndi í venjulegu árferði þýða mikla verðhækkun. Veiðihornið í Síðumúla kynnir nú sitt framlag á þessum óvissutímum, nefnilega óbreytt verð á veiðipökkum.
Stútfullar búðir af nýjum veiðibúnaði er einn af vorboðunum. Og það er svo sannarlega að gerast þessa dagana. Eins og fram er komið er Veiðihornið bakhjarl Sporðakasta á mbl.is og við buðum Ólafi Vigfússyni að slá fyrsta tóninn í umfjöllun ársins. Hann kynnir um leið hvernig þau ætla að koma til móts við veiðimenn. Og það er svo sannarlega komið vor í kallinn.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |