Veiðibann í Skotlandi og Englandi

Svona tilkynningar má sjá um allt England og Skotland. Grannt …
Svona tilkynningar má sjá um allt England og Skotland. Grannt er fylgst með að útgöngubann sé virt. Ljósmynd/HE

Stangaveiði er bönnuð í Skotlandi og Englandi, í það minnsta fram í miðjan apríl. Þetta er hluti af þeim aðgerðum sem bresk stjórnvöld hafa gripið til svo sporna megi við smiti á kórónaveirunni sem veldur Covid-19-sjúkdómnum.

Þetta bann gildir um svo gott sem flestar ár, í það minnsta sem Sporðaköst hafa upplýsingar um. Nokkuð er síðan veiðitímabilið hófst í Bretlandi og Skotlandi og höfðu veiðimenn birt töluvert af myndum af sér með fyrstu vorlaxana. Segja má að bannið sé afleiðing af útgöngubanni sem tók gildi 23. mars í landinu. Reglurnar eru þær að fólk má einu sinni á dag fara og kaupa nauðsynjar. Þá má fólk fara út einu sinni á dag til hreyfa sig og geta fjölskyldur farið saman en fólk má ekki hittast og ganga eða æfa saman.

Nokkur umræða hefur orðið um þetta bann á samfélagsmiðlum og ríkir skilningur meðal veiðimanna á þessum aðgerðum. Sú stofnun sem stjórnar veiðum í Skotlandi sendi frá sér tilmæli til allra veiðifélaga og óskaði eftir að menn virtu þau tilmæli að loka veiðisvæðunum. Vísað er til þess að veiði kallar oft á töluverð ferðalög og þau geti ekki flokkast sem bráðnauðsynleg og því síður að veiði falli undir skilgreininguna nauðþurftir, þótt einhverjir kunni að mótmæla því.

Kalla á lögreglu

Nokkur tilvik hafa komið upp þar sem tilkynnt hefur verið að fólk sé að veiða. Eitt slíkt kom upp á svæði í ánni Tay og var kölluð til lögregla þar sem þrír menn voru saman á báti að veiða. Við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að um landeigendur var að ræða og aðhafðist lögregla því ekkert í málinu. Þá hafa veiðiverðir við ána Dee í tvígang tekið veiðiþjófa og er almenningur hvattur til að láta vita ef sést til einhverra við slíka iðju.

Um miðjan apríl verða reglur um útgöngubann endurskoðaðar í Englandi og Skotlandi og þá mögulega opnast fyrir veiði á nýjan leik. Hins vegar er ljóst að veiðiiðnaðurinn í þessum löndum verður fyrir miklu tjóni þetta sumarið. Erlendir veiðimenn eiga ekki möguleika á að komast til þessara svæða og algerlega er óvíst hvenær flug kemst á með eðlilegum hætti.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert