Urriðaboltar í kuldanum

Jóhannes Hinriksson með urriðann væna sem hann fékk í Ytri-Rangá, …
Jóhannes Hinriksson með urriðann væna sem hann fékk í Ytri-Rangá, 81 cm og 7,6 kg. Fiskinum var sleppt eftir myndatöku.

Stangveiðitímabilið hófst í norðangarra og frosti í gær en veiði í nokkrum helstu sjóbirtingsánum, og fáeinum silungsám og -vötnum til, hefst ætíð 1. apríl. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður reyndu veiðimenn að setja í fiska og nokkrir vænir tóku.

Urriði sem tók Black Ghost-flugu Jóhannesar Hinrikssonar í Ytri-Rangá vakti athygli; hnausþykkur og þungur. 81 cm á lengd og vó rúm 15 pund. „Hann negldi fluguna og viðureignin var mögnuð,“ sagði Jóhannes í samtali við Sporðaköst á mbl.is.

Á sjóbirtingsslóð í Vestur-Skaftafellssýslu var kropp og til að mynda veiddust stórir og vel haldnir birtingar í Eldvatni í Meðallandi. Og þá var fjör hjá hjónunum Stefáni Sigurðssyni og Hörpu Hlín Þórðardóttur sem veiddu í Leirá í Leirársveit og voru komin með 20 birtinga upp úr miðjum degi, sá stærsti 82 cm.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Víðidalsá Ragnheiður Þengilsdóttir 14. júlí 14.7.
106 cm Laxá í Aðaldal Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 8. júlí 8.7.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert