Rafrænar veiðibækur eru smitfríar

Elli Steinar með einn 75 sentimetra úr Eyjafjarðará.
Elli Steinar með einn 75 sentimetra úr Eyjafjarðará. Ljósmynd/Aðsend

Á tímum kórónuveirunnar er að mörgu að huga. Allir veiðimenn sem koma í veiðihús eða á veiðisvæði vilja fletta veiðibók fyrir síðustu daga. Þetta er sá hlutur sem allir veiðimenn vilja handfjatla.  

Erlendur Steinar Friðriksson eða Elli Steinar eins og hann er jafnan kallaður rekur Veiðitorgið. Þar er að finna 31 rafræna veiðibók sem veiðimenn geta með innskráningu nálgast upplýsingar og skráð veiði. „Ég er alveg stressaður yfir þessari veiru og eitt af því sem ég vil benda mönnum á er að forðast að vera með pappírsbækur. Það er ómögulegt að ætla að sótthreinsa þær og því er skynsamlegt við þessar aðstæður að horfa til rafrænna skráninga,“ sagði Elli Steinar í samtali við Sporðaköst.

Svona líta þær út og er hægt að nálgast rafrænu …
Svona líta þær út og er hægt að nálgast rafrænu veiðibækurnar á slóðinni: https://www.veiditorg.is/logbooks. Skjáskot

Hann hefur gengið lengra og býður veiðifélögum ókeypis aðgang þetta árið á veiðitorg.is og þar með að setja upp rafræna veiðibók.

„Þetta býður líka upp á svo miklu meiri upplýsingar. Menn geta flokkað veiðina eftir stærð, veiðistöðum og dagsetningum. Svo tryggir rafræn veiðibók öruggari skráningu. Hafi veiðimaður gleymt að skrá er hægt að hafa samband við viðkomandi og benda honum á þetta.“

Elli Steinar er sannfærður um að rafrænum veiðibókum eigi eftir að fjölga núna, bæði í ljósi aðstæðna og einnig vegna þess hagræðis sem slík skráning hefur í för með sér fyrir veiðimenn og leigutaka. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert