Veiðifélag Breiðdæla mótmælir harðlega breyttu áhættumati Hafrannsóknastofnunar á laxeldi í opnum sjókvíum á Austfjörðum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stjórn veiðifélagsins ályktar gegn laxeldi í opnum sjókvíum. Hér að neðan er ályktunin í heild sinni.
„Stjórn Veiðifélags Breiðdæla mótmælir harðlega fyrirhugaðri rýmkun á áhættumati Hafrannsóknastofnunar á eldi með norskum laxi í opnum sjókvíum á Austfjörðum. Það mun ógna enn frekar tilvist villtra laxastofna. Reynslan af eldinu er nú þegar vond, þar sem sjúkdómar herja og alvarleg áföll vegna veðurs og slysasleppinga. Þá er þetta þvert á þróunina í nágrannalöndum, t.d. í Kanada, þar sem stefnt er á að leggja af sjókvíaeldi á laxi, og í Skotlandi og Noregi er útgáfa nýrra sjókvíaeldisleyfa í uppnámi vegna hrikalegrar reynslu fyrir villta stofna og lífríkið. Engar nýjar forsendur eða rannsóknir liggja fyrir sem réttlæta eldisaukningu. Hér virðist taumlaus græðgi norskra eldisrisa í íslenskar auðlindir ráða för. Stjórnin skorar á Hafrannsóknastofnun að endurskoða tillögu sína, draga úr eldinu fremur en að auka og vernda íslenska náttúru í stað þess að skaða. Stjórn Veiðifélags Breiðdæla.“
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |