Fyrstu daga vorveiðitímabilsins var hin öfluga sjóbirtingsá Tungufljót vart veiðanleg sökum krapa og ísreks. Nú vottar fyrir vori eystra og þá lét veiðin ekki á sér standa.
Tvær stangir lönduðu í gær 34 sjóbirtingum og misstu annað eins. Við veiðar eru Kristján Páll Rafnsson leigutaki og félagi hans Birkir Már Harðarson, sem oft er kallaður súpergæd.
Þeir lönduðu i gær fjölmörgum birtingum og er heildartalan komin í 55 fiska. „Loksins var hægt að veiða hana almennilega,“ sagði Kristján Páll í samtali við Sporðaköst í morgun.
„Við höfum verið að veiða þetta mest niðri. Á sökktauma og zonkera. Vatnið er kalt og hann er latur við þessar aðstæður,“ sagði Kristján.
Í aflanum hefur verið mikið af vel höldnum geldfiski en slápar inn á milli. Stærsti fiskurinn sem þeir félagar náðu að landa og mæla fyrir sleppingu var 86 sentímetra birtingur sem veiddist í Syðri-Hólma.
Þeir voru að veiða mest á neðsta hluta árinnar en fengu fiska í Brúarhyl og í Gæfubakka.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |