Við birtum frétt í síðustu viku af met sjóbirtingi sem veiddist í Flögubakka í Tungufljóti. Hann mældist hvorki meira né minna en 100,5 sentímetrar. Hér voru birtar ljósmyndir af birtingnum, en veiðimaðurinn, Brynjar Vignir Sigurjónsson sendi Sporðaköstum myndband af viðureigninni. Við birtum það hér, óklippt en afar skemmtilegt er að fylgjast með þegar hinn ungi veiðimaður áttar sig á stærð fisksins. Brynjar er sautján ára gamall en þetta var hans fyrsti fiskur í Tungufljóti.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |