Urriðaveiðin byrjar af krafti

Veiðifeðginin Valgerður og Árni með fallegan urriða sem Vala veiddi.
Veiðifeðginin Valgerður og Árni með fallegan urriða sem Vala veiddi. Ljósmynd/Aðsend

Urriðaveiðin í Þingvallavatni byrjar af krafti. Á ION svæðinu hafa veiðimenn landað tugum fiska, en minna er um þessa allra stærstu. Það á þó vafalítið eftir að breytast með hækkandi hitastigi. Veiði feðginin Árni Baldursson og Valgerður Árnadóttir voru við veiðar á svæðinu undanfarna daga og sögðu þau að þar hefði verið mikið stuð í veiðinni.

Cezary Fijalkowski er einn af þeim sem sækir Þingvallavatnið af krafti og nýtir sér þá þann aðgang sem Veiðikortið býður upp á. Hann sagði í samtali við Sporðaköst að hann væri búinn að landa tólf urriðum. Þeir eru allt upp í 89 sentímetrar.

Cezary með einn af urriðunum sem hann hefur landað í …
Cezary með einn af urriðunum sem hann hefur landað í vor. Þessi mældist 89 sentímetrar. Ljósmynd/Aðsend

„Það er mikið af fiski,“ sagði Cezary og hann er aftur á leið á Þingvelli í vikunni. „Ég var að fá þetta mest á Parrot flugur og Pike Terror flies,“ Hann segir það sína reynslu að það borgi sig að nota stórar flugur á þessum tíma. „Stórar flugur, stórir fiskar,“ hlær hann.

Hann notar mikið flugur sem hnýttar eru með UV efni þannig að þær lýsa aðeins í myrkri. Þetta hefur reynst honum afar öflugt tæki í leit að stóra urriðanum.

Flugurnar eru hnýttar að forskrift Cezary og hann er að selja þær í settum í Veiðihorninu.

Meðalfellsvatn opnaði 19. apríl og Sporðaköst hafa frétt af nokkrum sem hafa lagt leið sína að vatninu. Sumir hafa hitt á hann en fyrst og fremst hafa menn verið að veiða smáa urriða. Pund og rétt rúmlega það.

Ísaldarurriðinn í Þingvallavatni hefur mikið aðdráttarafl.
Ísaldarurriðinn í Þingvallavatni hefur mikið aðdráttarafl. Ljósmynd/Aðsend

Kleifarvatn er líka opið en er enn að hluta undir ís og þar er erfitt að athafna sig. 

Fyrir marga veiðimenn á höfuðborgarsvæðinu er svo stór dagur á morgun þegar Elliðavatn opnar. Án efa eru margir tilbúnir til að leggja leið sína þangað í fyrramálið og fagna sumrinu sem samkvæmt dagatalinu á að hefjast á morgun.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert