Veiðihús verði sóttkví og leiguflug?

Erlendur veiðimaður togast á við stórlax á veiðistaðnum Fossárgrjótum í …
Erlendur veiðimaður togast á við stórlax á veiðistaðnum Fossárgrjótum í Jöklu. Nú leita menn allra leiða til að mögulegt verði að bjóða erlenda veiðimenn velkomna. Ljósmynd/Þröstur Elliðason

Landeigendur og veiðirétthafar leita nú allra leiða til að finna leiðir til að koma erlendum gestum til Íslands. Veiðimenn í Bretlandi eru hátt hlutfall erlendra gesta í þeim ám sem mest reiða sig á útlendinga.

Fram eru komnar ýmiskonar hugmyndir. Rætt er um möguleikann á því að veiðihús við þessar ár verðir lýst sem sóttkví B. Færri gestir verði í húsunum og starfsfólkið gisti í öðrum byggingum. Á sama tíma velta menn fyrir sér möguleikanum á að leigja eitt eða fleiri hótel fyrir þessa hópa veiðimanna, sem gæti að sama skapi verið lýst sem sóttkví. Veiðimenn myndu þá dvelja á þessum hótelum við komu og fyrir brottför.

Til að koma veiðimönnum til landsins eru uppi hugmyndir um sérstaka leiguflug tvisvar í viku frá Manchester í Bretlandi. Eins og einn viðmælandi Sporðakasta orðaði það ætti að vera möguleiki á að leigja einhverja af þeim flugvélum sem nú standa verkefnalausar.

Erlendur veiðimaður með fallegan lax. Þessi mældist 94 sentímetrar.
Erlendur veiðimaður með fallegan lax. Þessi mældist 94 sentímetrar. Ljósmynd/Aðsend

Enn sem komið er eru þetta bara hugmyndir, en ljóst er að þeir sem eiga hagsmuna að gæta eru að leita allra leiða til að bjarga þessu veiðisumri með tilliti til útlendinga. Þessar hugmyndir hafa ekki verið kynntar yfirvöldum eða sóttvarnaryfirvöldum en það verður gert fljótlega. Framhaldið veltur að sjálfsögðu á að leyfi fáist fyrir þessu og einnig er stór spurning hvernig þróun faraldursins verður og þá ekki síst í Bretlandi.

Ákveðin tækifæri fyrir Ísland

Laxveiðin í Skotlandi hefur hrunið síðustu ár. Ofan á það bætist svo lokun veiðisvæða þar í landi vegna Covid-19. Rússlandi hefur verið lokað veiðimönnum í sumar. Þar eru margir veiðimenn að upplifa að annað og þriðja árið í röð verður ekkert af veiði og veiðiferðir blásnar af.

Takist íslenskum landeigendum og leigutökum að finna leiðir til að koma fólki í veiði til dæmis frá Bretlandi er viðbúið að eftirspurnin verði mikil og það kann að hafa jákvæð áhrif til framtíðar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert