Sífellt fleiri veiðimenn hafa fjárfest í kajak síðustu ár. Slíkur farkostur gefur mikla möguleika og mikið frelsi. Síðustu daga í blíðunni hefur mátt sjá veiðimenn á hverjum degi í Kollafirði að gera ágæta veiði í þorski.
Baldur Guðmundsson leiðsögumaður og félagi hans Ásgeir Jónsson fóru með sjóstangir á kajökunum sínum í leit að þorski í Kollafirði um helgina. Þar voru saman komnir um tíu kajakveiðimenn og gerðu góða veiði í firðinum.
„Innan um voru boltafiskar og við vorum að fá hörku tökur og viðureignir. Þessir stóru þorskar eru svo sterkir. Menn voru að gera góða veiði þarna og þetta var hörku gaman.“
Baldur fjárfesti í SOT (sit on top) kajak frá Ósnum á Akranesi í fyrra og borgaði fyrir hann um 330 þúsund krónur. Með í þeim pakka voru allir öryggis og aukahlutir að ógleymdu litlu fiskleitartæki. Bátur Baldurs er með pedaladrifi en hann segir að kostnaðurinn lækki um hundrað þúsund ef menn sleppa því og nota ár í staðinn.
„Þetta er tólf feta kajak og hentar mér mjög vel bæði í vatnaveiðina og einnig í sjóstöngina. Ég fer aldrei út nema í þurrgalla og með björgunarvesti.
Það hefur orðið sprenging í þessu sporti síðust árin. Þetta gefur líka svo margs konar möguleika í útvist og veiði,“ sagði Baldur í samtali við Sporðaköst.
Þetta eru líka mikil búdrýgindi. Baldur og eiginkona hans Hulda Ösp Atladóttir fóru saman á sjó um daginn og skiptust á að veiða. „Hún veiddi miklu meira en ég. En þegar heim var komið gerðum við fiskibollur úr aflanum og þær urðu samtals um 200 talsins. Bíða nú í frysti.“
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |