Kaldakvísl á Holtamannaafrétti, sem fellur í Sporðöldulón, er án efa eitt allra besta bleikjusvæði á Íslandi þegar kemur að staðbundinni bleikju. Þrír veiðimenn settu í gær í þrjátíu bleikjur í Ósnum sem er neðsti veiðistaður árinnar. Þeir lönduðu um tuttugu bleikjum og misstu slatta eins og Árni Kristinn Skúlason orðaði það í samtali við Sporðaköst. Með honum í för voru þeir Benedikt Þorgeirsson og Auke van der Ploeg. Benedikt lýsti deginum á Facebook-síðu sinni með þessum orðum: „Veisla í Köldukvísl.“
„Þetta var bara algert bingó. Við settum eiginlega strax í fisk og við komum og þetta var nánast stöðugt. Við byrjuðum að veiða um hádegi og tókum eina góða pásu og hættum um fimmleytið,“ sagði Árni Kristinn. Þeir voru að setja í þessa fiska frá Tjaldkvísl og niður undir klettavegginn í Ósnum þar sem Kaldakvísl hverfur inn í Sporðöldulón Landsvirkjunar.
Eins og fyrri ár eru það púpur hvers konar sem bleikjan er að taka þarna. Afar hentugt er að veiða þarna andstreymis og með tökuvara. hægt er að veiða á báðar hendur þegar komið er út í ána.
Slóðar eru ófærir eða illfærir og þurfa menn að búa sig undir að labba ef leita á annarra veiðistaða, eins og bara upp í Beygju eða enn ofar.
Nýuppgert veiðihús er við Köldukvísl og var ætlunin að hafa þar veitingaþjónustu en vegna Covid-19 var hætt við það, alla vega framan af sumri og eldar fólk sjálft og þrífur eftir sig.
Þeir félagar sendu frá sér efni á Instagram af þessari ferð og er hægt að nálgast það hér.
Hooked_iceland - Auke Van der Ploeg
Highlandtroutfishing - Benedikt Þorgeirsson
Icelandic_troutbum - Árni Kristinn Skúlason
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |