Ósasvæðið í Hítará í almenna sölu

Nú gefst veiðimönnum kostur á að kasta fyrir bleikju og …
Nú gefst veiðimönnum kostur á að kasta fyrir bleikju og sjóbirting á Ósasvæðinu í Hítará. Þegar líður fram á sumar er þar laxavon. Ljósmynd/BG

Grettistak veiðiumsjón sem hefur Hítará á leigu hefur kynnt nýtt veiðisvæði í Hítará á Mýrum. Þetta er svokallað Ósasvæði og eins og nafnið bendir til er þetta allra neðsti hluti árinnar.

Í frétt á heimasíðu Hítarár segir að þetta sé veiði á sjóbirtingi og sjóbleikju með laxavon við ós Hítarár að vestanverðu.

„Veitt er á tvær stangir 12 tíma á dag, Ekið er að Hítarneskoti og þar ekinn merktur jeppaslóði að salernisaðstöðu. Að gefnu tilefni bendum við á að slóðinn er ekki fær jepplingum,“ segir í leiðarlýsingu að Ósasvæðinu.

Settar eru skorður við umgengni og þurfa veiðimenn að kynna sér þær. „Eingöngu er leyft að ganga um veiðisvæðið. Bílaumferð á svæðinu er með öllu óheimil. Bílum og ferðavögnum má leggja við salernisaðstöðu. Veiðimenn sjá um sig sjálfir og eingöngu er leyft að veiða á flugu með flugustöngum. Við brottför skal stoppa við Hítarneskot þar sem veiðibók má finna í járnkassa úti við staur. Allan afla skal skrá í veiðibókina við brottför, veiðimenn eru beðnir um að sýna snyrtilega umgengni og taka allt rusl með sér af svæðinu við brottför.“

Það er alltaf gaman þegar valkostunum fjölgar í veiðinni og verði er stillt í hóf og kostar dagstöngin tíu þúsund krónur. Hægt er að kaupa leyfi á heimasíðu Hítarár.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert