Fyrstu laxarnir sáust í Blöndu í morgun. Þar var á ferðinni sjálft lögregluyfirvaldið Höskuldur B. Erlingsson sem einnig er reyndur veiðimaður og leiðsögumaður. Höskuldur lagði leið sína á neðsta svæðið í könnunarleiðangri. Hann sá tvo laxa og var annar í Damminum og hinn nokkru neðar.
Nú er stutt í opnun í Blöndu, en fyrsti veiðidagurinn er fimmti júní. Erik Koberling sem er einn umsjónarmanna Blöndu sagði í samtali við Sporðaköst að undirbúningur væri nú á fullu og viðamiklar framkvæmdir standi yfir í veiðihúsinu sem tekur gagngerum breytingum. Nú er eingöngu veitt á flugu í Blöndu og uppálagt að sleppa fiski.
Árni Baldursson hætti með Blöndu í fyrra og Starir tóku ána á leigu í framhaldi og þessi breyting var gerð samhliða því. Nú má taka einn lax á hverri vakt undir sjötíu sentimetrum.
Í ljósi þess að nú verður innleitt veiða og sleppa-fyrirkomulag í Blöndu eru margir spenntir að sjá hvað gerist í Svartá, en hún er bergvatnsá sem rennur í Blöndu efst í Langadal. Þar hefur veiði dalað mjög síðustu ár og binda menn vonir við að meira af fiski nái nú á heimaslóðir í Svartá.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |