Arnar Rósenkranz, trommuleikari hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, er ekki bara laginn með kjuðana. Hann er hörkuveiðimaður og sýndi það svo sannarlega í morgun. Hann var við veiðar í Ytri-Rangá og setti í og landaði þessum boltafiski.
Þetta er staðbundinn urriði og mældist 75 sentimetrar og eins og myndin ber með sér er hann í virkilega góðum holdum. Hann tók þyngda útgáfu af Black Ghost með gúmmífálmurum.
Jóhannes Hinriksson, staðarhaldari í Ytri-Rangá, sagði að Arnar hefði fengið fiskinn uppi í þorpi, við gamla brúnarhylinn. Aðspurður sagði hann að vorvertíðin hefði verið virkilega góð í Ytri-Rangá. „Það er enn sjóbirtingur á svæðinu og fékk ég síðast í gærmorgun einn í Djúpós. En það er líka búið að vera mikið ævintýri þegar menn hafa verið að setja í þessa stóru staðbundnu urriða, eins og Arnar fékk í morgun. Þarna eru innan um hrein skrímsli, þeir eru svo stórir og eftir því sterkir,“ sagði Jóhannes í samtali við Sporðaköst.
Nú er vorvertíðinni að ljúka hjá Jóhannesi og er síðasti veiðidagur á sunnudag, eða 31. maí.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |