Bleik Stirða gaf vel á Skagaheiði

Elvar Freyr Snorrason veiddi þessa 4,5 punda bleikju í Kolluvatni. …
Elvar Freyr Snorrason veiddi þessa 4,5 punda bleikju í Kolluvatni. Hún tók bleika Stirðu. Ljósmynd/Aðsend

Nokkrir félagar tóku dagstúr upp á Skagaheiði í gær. Óhætt er að segja að heiðin líti vel út og þeir gerðu góða veiði miðað við stutt stopp. Einn af þeim sem var í för er Elvar Freyr Snorrason.

„Við vorum bara að kíkja á nokkur vötn og taka út stöðuna. Við fórum í Kolluvatn, Geitakarlsvörn, Kelduvíkurvatn og Hörtnárvatn. Fengum víða fisk en langbesta veiðin var í Kolluvatni,“ sagði Elvar Freyr í samtali við Sporðaköst.

Fallegar og bústnar Skagableikjur.
Fallegar og bústnar Skagableikjur. Ljósmynd/Aðsend

Þeir voru að veiða nánast allt á fluguna Stirðu sem Marinó Heiðar Svavarsson hannaði upphaflega fyrir Svarfaðardalsá. „Þessi fluga er alveg mögnuð og er mjög alhliða. Við vorum að fá þetta allt á bleika Stirðu. Ég hef notað hana víða og virkar svakalega vel í sjóbleikju og ég hef til dæmis gert góða veiði á hana í Héraðsvötnunum.“

Þegar þeir félagar komu að Kolluvatni tók 4,5 punda bleikja í fyrsta kasti. Eftir að henni var landað kom önnur þriggja punda strax á eftir. Þeir félagar töldu blásið til veislu en þá dró hratt úr. Fengu reyndar átta urriða upp í þrjú pund.

„Urriðinn gaf sig í Hörtnárvatni og við stoppuðum þar í tuttugu mínútur og lönduðum sex urriðum. Svo fengum við nokkra líka í Geitakarlsvötnum.“

Flugan Stirða sem Marinó Heiðar hannaði. Sú bleika var að …
Flugan Stirða sem Marinó Heiðar hannaði. Sú bleika var að gefa á Skagaheiðinni. Ljósmynd/Aðsend

Að sögn Elvars er færðin þar efra ágæt en slóðinn upp að Geitakarlsvötnum er virkilega skemmdur eftir bíl. Þeir fóru ekki upp að Aravatni og þekkja því ekki stöðu á slóða þangað. En fín færð er að vötnunum á Hrauni á Skaga.

Eins og fyrr segir var öll veiðin á fluguna Stirðu og það á bleika. Marinó Heiðar hnýtir þær í bleiku, appelsínugulu, hvítu og svörtu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert