Menn teygja sig mislangt í að gera gestum til hæfis í stóru veiðiánum. Rafn Valur Alfreðsson leigutaki Miðfjarðarár er með nýjung í sumar. Það er kampavín sem er sérstaklega merkt Miðfjarðará.
„Ég hef lengi haft áhuga á að gera eitthvað svona. Svo komst ég í samband við lítið handverks kampavínshús í Champagne í Frakklandi sem framleiðir fyrst og fremst Grand Cru og Premier Cru vín. Eitt leiddi af öðru og fyrsta brettið kom til landsins um daginn. Þær eru komnar í kæli.“
Hver flaska er merkt Miðfjarðará og hana prýðir einnig vatnslitamynd af hinni margrómuðu laxaflugu Undertaker eftir Sigurð Árna Sigurðsson myndlistamann.
Og hvernig smakkast svo búbblurnar?
„Við tókum smá smakk á veitingastaðnum Apótek um helgina og það var samdóma álit þeirra sem smökkuðu að þetta væri eðal kampavín,“ sagði Rafn í samtali við Sporðaköst.
Miðfjarðará opnar fimmtánda júní og nokkuð ljóst að kampavínið verður orðið vel kælt þegar þar að kemur.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |