Laxveiðitímabilið hófst formlega í morgun þegar veiði hófst í Þjórsá. Um klukkan níu í morgun voru fimm laxar komnir á land í Urriðafossi. Athygli vakti að einn smálax var í aflanum, en hinir fjórir voru fallegir hefðbundnir stórlaxar.
Stefán Sigurðsson leigutaki svæðisins við Urriðafoss veiddi fyrsta laxinn, fyrir klukkan hálf átta í morgun. Hann fagnaði þegar fyrsti lax sumarsins var kominn í háfinn hjá Matthíasi syni hans. Um leið var fiskur á hjá hinni stönginni, hjá feðgunum Hauki Hlíðkvist Ómarssyni og Hrafni syni hans.
Einar Haraldsson bóndi á Urriðafossi var á bakkanum, ræddi við blaðamann Morgunblaðsins sem var þar og gladdist við að sjá fallegum löxum landað. Einar spáði mjög góðum göngum í Þjórsá í sumar og góðri veiði en Einar samdi fyrir þremur árum við Stefán og Hörpu Hlín Þórðardóttur konu hans um að taka upp netalagnirnar við Urriðafoss og að þau seldu þar þess í stað stangveiðileyfi sem hafa notið mikilla vinsælda.
Þjórsá er vatnsmikil og bólgin en nokkuð er síðan fystu laxarnir sáust í Urriðafossi. Fiskfræðingar hafa spáð góðum smálaxagöngum á Suður- og Vesturlandi í sumar og þessi smálax sem veiddist í morgun er óvenjusnemma á ferðinni og gefur góð fyrirheit.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |