Fimm laxar komnir úr Norðurá

Vilborg og Þorsteinn Stefansson leiðsögumaður elta 74 cm hrygnu, 25 …
Vilborg og Þorsteinn Stefansson leiðsögumaður elta 74 cm hrygnu, 25 mín viðureign. Ljósmynd/Einar Falur

Fimm laxar voru komnir á land úr Norðurá klukkan rúmlega tíu í morgun. fjórir þeirra veiddust á Stokkhylsbrotinu og voru þar að verki veitingamaðurinn Nuno og Jón Þorsteinn. Laxarnir voru dæmigerðir vorlaxar og hvítari en allt sem hvítt er. Þeir voru lúsugir með halalús.

Helgi Björnsson og kona hans Vilborg Halldórsdóttir urðu fljótlega vör við fisk á stöðunum neðan við Laxfoss. Það var svo Vilborg sem setti í fallegan fisk og lenti í miklum eltingaleik og landaði hún þessum fiski nokkru neðar eða á Bryggjunum. Helgi hafði lýst því yfir í veiðihúsinu að Vilborg myndi fá fisk á undan sér og það varð raunin. Fiskurinn hennar Vilborgar tók rauðan Elliða á Brotinu.

Víða hefur sést fiskur á stöðunum fyrir neðan Laxfoss og reif Helgi Björns út úr einum í Konungsstreng.

Þorsteinn Stefánsson var leiðsögumaður með Vilborgu. 

Nuno á Apótekinu með fallegan fisk af Stokkhylsbrotinu. Þar hefur …
Nuno á Apótekinu með fallegan fisk af Stokkhylsbrotinu. Þar hefur fjórum verið landað. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert