Fyrstu laxarnir úr Kjarrá

Stefán Bjarnason með fyrsta laxinn úr Kjarrá í sumar, 80 …
Stefán Bjarnason með fyrsta laxinn úr Kjarrá í sumar, 80 sentimetra fisk úr veiðistaðnum Langadrætti. Ljósmynd/Aðsend

Kjarrá opnaði í morgun og var fyrsta laxinum landað úr Langadrætti. Kjarrá er efri hluti Þverár en opnunarhollið í Þverá lauk veiðum á hádegi og fékk hollið níu laxa. 

Kjarrá þjáðist mjög mikið af vatnsleysis í fyrra eins og aðrar ár í Borgarfirði. Nú er vatnið gott og laxinn er mættur. 

Fyrsta laxinum í Kjarrá landaði Stefán Bjarnason. Laxinn tók Sunray í veiðistaðnum Langadrætti og mældist 80 sentimetrar.

Jóhannes Hinriksson landaði þessum 88 sentimetra fiski úr Stekknum. Hann …
Jóhannes Hinriksson landaði þessum 88 sentimetra fiski úr Stekknum. Hann kallar myndina Þakklæti. Ljósmynd/Aðsend

Norðurá er á ágætu róli og eru þar komnir hátt í fjörutíu fiskar. Þá hafa laxar verið að gefa sig í Brennunni þar sem Þverá fellur út í Hvítá.

Kunnugir segja að tveggja ára laxinn sé rýrari en oft gerist og er það í fullu samræmi við að eins árs laxinn sem kom í fyrra var bæði rýr og mun minna af honum en í meðalári, fiskifræðingar spá hins vegar góðum smálaxagöngum og vonandi gengur það eftir.

Ágætisveiði er í Urriðafossi í Þjórsá og í gær tóku veiðimenn kvótann þar.

Laxar hafa sést í Miðfjarðará síðustu daga og er ríkir spenna fyrir opnunina þar sem verður 15. júní.

En heilt yfir fer þetta laxveiðisumar rólega af stað og er það í takt við það sem flestir bjuggust við.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert