Á næstu dögum opnar margar af laxveiðiám á Vesturlandi og Norðurlandi. Miðfjarðará opnar á mánudag og hafa þar sést laxar víða. Samkvæmt venju er mest af fiski að sjá í Kistunum í Vesturá og í Hlíðarfossi. Sést hafa fiskar í Túnhyl og jafnvel svo ofarlega sem Húkskvörn. Í Austuránni heftur lax sést í Hlaupum og lofar þetta góðu um opnunina.
Lax er mættur í Hítará sem opnar á þriðjudag, þann 16. júní. Laxá á Ásum fylgir í kjölfarið degi síðar og svo taka við opnanir í Víðidalsá og Vatnsdalsá. Undir lok næstu viku má í raun segja að laxveiðisumarið sé formlega hafið og þegar komið verður undir mánaðarmót er búið að opna flestar ár á landinu.
Viðbúið er að veiði framan af júní verði róleg eða allavega þar til smálaxinn fer að ganga í einhverju magni. Viðbúið er að stórlaxinn, sem er sami árgangur og smálaxinn frá í fyrra, verði af skornum skammti.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |