Opnunardagurinn í Hítará gefur góð fyrirheit. Fyrir hádegi kom einn lax á land enda áin bólgin og lituð. Síðdegis gekk áin niður og byrjaði að hreinsa sig. Tveir laxar veiddust eftir hádegi og var sá stærsti glæsileg 80 sentímetra hrygna.
Þetta verður að teljast góð opnun fyrir Hítará sem hefur verið mjög stórt spurningamerki eftir stóru skriðuna 2018.
Orri Dór sem er umsjónarmaður Hítarár var mjög sáttur við þennan opnunardag og sáust laxar á nokkrum veiðistöðum. Viðbúið er að Hítará eigi nokkuð inni þar sem opnunardagurinn var erfiður sökum vatnavaxta.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |