Gullfiskur í Elliðaánum – myndband

Svavar Hávarðsson rak upp stór augu í gær þegar hann var að kanna laxafjölda í Elliðaánum við Árbæjarstíflu. Skyndilega sá hann gulan fisk synda innan um þrjátíu laxa torfu. „Fyrst hélt ég að þetta væri bara haus á laxi, en sá svo fljótlega að þetta var skrautfiskur, um þrjátíu sentímetra langur. Hann synti inn í laxatorfuna sem splundraðist fyrir vikið,“ sagði Svavar í samtali við Sporðaköst. Svavar tók myndbandið sem fylgir fréttinni í gærkvöldi.

Skrautfiskurinn hætti sér of nálægt soginu sem myndast þar sem áin rennur undir brúna. Svavar segir að þar með hafi hann ekki ráðið við strauminn og sogast niður. „Ég sá hann næst ná áttum á breiðunni fyrir neðan og var svo greinilega á leiðinni niður í Kerlingaflúðir,“ sagði Svavar.

Svavar segir að auðvitað sé þetta í senn broslegt en um leið alvarlegt. „Það veit ekki á gott að fólk sé að sleppa fiskum eins og þessum í viðkvæma laxveiðiá. Mér skilst að þessir fiskar éti allt sem að kjafti kemur.“

Skrautfiskar geta lifað í köldu vatni en viðbúið að straumur sé eitthvað sem þeir eru ekki vanir enda oftast í lygnum tjörnum. Þessi fiskur mun án efa enda niðri við teljara í Elliðaánum þar sem hann mun væntanlega festast. Ef fiskiendur verða ekki búnar að ráða niðurlögum hans áður en þar kemur sögu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert