Útlitið fyrir Jöklu er gott í sumar

Þröstur Elliðason og Kristín Edwald með fyrsta laxinn úr Jöklu. …
Þröstur Elliðason og Kristín Edwald með fyrsta laxinn úr Jöklu. Sjötíu sentímetra tekinn á hitch í Hólaflúð. Ljósmynd/Aðsend

Fyrstu laxarnir veiddust í Jöklu í morgun, þegar áin opnaði. Fyrsti laxinn tók hitch í Hólaflúð í einu af allra fyrstu köstum morgunsins. Töluvert mikið magn er af laxi í Hólaflúð, sem er einn af þekktari veiðistöðum Jöklu.

Nokkru síðar veiddist annar og þriðji laxinn og tóku þeir nánast samtímis og einnig í Hólaflúð. Þröstur Elliðason, leigutaki er ánægður með morguninn og segir að útlitið fyrir þetta sumar sé betra en oft áður. „Staðan á lóninu hjá Landsvirkjun er mun hagstæðari en síðustu tvö ár. Ég á von á því að við getum veitt megnið af ágústmánuði, áður en við fáum yfirfall. Það er óskandi og verður gaman að sjá hvað Jökla getur þá gert,“ sagði Þröstur í samtali við Sporðaköst.

Hér er fjör. Júlíus Elliðason og Ása Ásgrímsdóttir með 82 …
Hér er fjör. Júlíus Elliðason og Ása Ásgrímsdóttir með 82 sentímetra lax í Hólaflúð. Í baksýn er svo Atli Arason að þreyta stórlax, sem kom á land með Nordine leiðsögumanni. Ljósmynd/Aðsend

Undanfarin tvö sumur hefur Jökla orðið nánast óveiðandi snemma í ágúst þegar Hálslón hefur farið á yfirfall og þar með verður áin mjög gruggug og svo að hún er ill veiðanleg.

Laxarnir þrír í morgun voru ekki lúsugir en mjög nýlegir. Fyrsti laxinn var sjötíu sentímetrar en hinir tveir 82 og 83 sentímetrar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert