Ævintýrið í Eystri Rangá heldur áfram. Þeir Ásgeir Heiðar og Bjarni Júlíusson er við veiðar þar núna. Þeir voru að aka milli veiðistaða í morgun þegar Ásgeir Heiðar bað Bjarna um að stoppa. „Þetta er staðurinn,“ sagði Ásgeir. Þeir tóku nokkur köst og settu strax í lax. Þeir skiptust á og voru búnir að landa sitt hvorum þremur þegar Ásgeir setti í fisk sem tók hann klukkutíma að slást við. „Það fór allt of mikill tími í þennan fisk. Hann lagðist bara og þumbaðist og þó að ég væri með allt í keng allan tímann tók þetta klukkutíma. Ég var alveg við það að nenna þessu ekki lengur,“ sagði Ásgeir Heiðar í samtali við Sporðaköst í hádeginu. Rétt fyrir klukkan eitt setti Bjarni svo í áttunda fiskinn á sama stað.
Hvað var hann langur?
„Ég mældi hann ekki, bara sleppti honum. En klárlega er þetta fiskur sem nær 20 pundum því hann var svo svakalega þykkur. Hef bara ekki veitt svona öflugan lax fyrr á Íslandi,“ sagði Ásgeir Heiðar.
Bjarni Júlíusson vottaði að þessi fiskur hefði náð tuttugu plús. Hann deildi mynd af Ásgeiri með þennan flotta fisk.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |