Þriðji „hundraðkallinn“ veiddist í Blöndu í dag. Það var veiðimaður sem verður 90 ára eftir þrjár vikur sem setti í þennan flotta fisk og landaði honum.“ Veiðimaðurinn er sjálfur bráðum hundraðkall, en hann vantar aðeins þrjár vikur í nírætt.
Fiskurinn veiddist í efri hluta Blöndu í Kvíslármótum og var viðureignin snörp. Í þrígang fór fiskurinn langt niður á undirlínu en Tom Tynan hélt ró sinni og landaði þessum fiski eftir mikla baráttu.
Það vekur athygli að þetta er þriðji hundraðkallinn í Blöndu í sumar og einungis Nesveiðar státa af slíku, en þar hafa veiðst þrír fiskar í þessum flokki.
Tom er frá Írlandi og var með leiðsögumann með sér í þessu ævintýri og var það Sverrir Þór Skaftason.
Þetta er ekki stærsti fiskur sem Tom hefur landað, en sá fyrsti í sumar og gleðin var ósvikin. Fiskurinn var mældur marg sinnis til að staðfesta að hann næði 100 sentímetrum og það gerði hann.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |