Stærsti laxinn sem veiðst hefur í Soginu í sumar kom á land í morgun. Þetta var hængur sem mældist 102 sentímetrar og tók hann fluguna Haugur númer tólf. Það sem gerir þennan fisk enn merkilegri er sú staðreynd að hann reyndist maríulax veiðimannsins sem landaði honum. Maríulax kallaðst fyrsti lax sem veiðimaður landar.
Veiðimaðurinn heitir Kristinn Örn og það var Guðni Grétarsson sem deildi myndinni og upplýsingum um fiskinn inn á facebook síðuna Veiðidellan er frábær.
Þar segir frá því að fiskurinn var tekinn á Sage approach einhendu fyrir línu sjö. Þrátt fyrir svo nettar græjur stóð viðureignin ekki nema í hálftíma, að sögn Kristins. Fiskurinn veiddist á veiðisvæðnu Þrastarlundur sem er við brúna skammt frá veitingastaðnum Þrastarlundi sem margir kannast við. Veiðistaðurinn heitir Kúagil og er ofarlega á svæðinu.
Flugan sem laxinn mikli tók var hnýtt af Brynjari Þór Guðnasyni, félaga Kristins sem var með honum að veiðum í dag í Þrastarlundi.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |