Fjögurra ára landaði maríulaxinum

Helga Dís með maríulaxinn sinn. Hún beit veiðiuggann af, eins …
Helga Dís með maríulaxinn sinn. Hún beit veiðiuggann af, eins og siður er, en fannst það viðbjóður. Ljósmynd/Reynir

Hún Helga Dís Reynisdóttir átti frábæra upplifun í Eystri Rangá í morgun. Hún var að veiða með eldri systur sinni, henni Alexöndru Ósk sem er sextán ára. Helga Dís setti í sinn fyrsta lax og landaði honum við Hrafnakletta á svæði þrjú.

Helga Dís er aðeins fjögurra ára en lét það ekki stöðva sig í að bíta veiðiuggann af fyrsta laxinum sínum. Auðvitað hjálpaði pabbi aðeins til, en hann er leiðsögumaður við ána og gat skotist með þær systur í rúman hálftíma.

Maríulaxinn hennar Helgu Dísar var smálax, 64 sentímetrar. En þegar maður er fjögurra ára þá er smálax enginn smá lax. Eftir að hafa bitið veiðiuggann af sagði sú stutta. „Mesti viðbjóður í heimi.“ 

Þær systur saman með frábæra morgun veiði. Alexandra Ósk landaði …
Þær systur saman með frábæra morgun veiði. Alexandra Ósk landaði 90 sentímetra hæng og það var líka við Hrafnakletta. Ljósmynd/Reynir

Stóra Systir Alexandra Ósk fékk líka að kasta og hún gerði sér lítið fyrir og setti í og landaði 90 sentímetra hæng á sama stað. Þær eiga góðan að og ekki langt að sækja veiðiáhugann því pabbi þeirra er Reynir Sigmundsson leiðsögumaður við Eystri Rangá. „Þetta alveg bræddi pabba hjartað,“ sagði Reynir í samtali við Sporðaköst.

Veiðiugginn bitinn af maríulaxinum.
Veiðiugginn bitinn af maríulaxinum. Ljósmynd/Aðsend

Við óskum þeim öllum þremur til hamingju með þennan magnaða morgun.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert