Stærsti laxinn til þessa kom úr Jöklu

Jules með hrygnuna úr Sjálfheldu í Jöklu. Þetta er annar …
Jules með hrygnuna úr Sjálfheldu í Jöklu. Þetta er annar af tveimur 107 sentímetra fiskum sem hafa landast í sumar. Ljósmynd/Strengir

Ungur þýskur veiðimaður Jules Goldberg landaði risahrygnu í Jöklu í gær. Hann fór ásamt félaga sínum á stað sem ber nafnið Sjálfhelda. Greint var frá þessu á heimasíðu Strengja í gær, sem er með Jöklu á leigu. „Jules setti í og landaði 107 cm hrygnu núna síðdegis sem tók litla Snældu 1/4 tommu. Fáir fara á þann stað sem er kannski ekki undarlegt miðað við nafnið, en allavega borgaði það sig og félagi hans tók aðra hrygnu þar, 89 sm! Laxinn var mjög sver og almennt eru hrygnur þyngri miðað við lengd en hængar og líklega er þetta því stærsti laxinn sem veiðst hefur á landinu ennþá þetta sumar,“ Segir í umfjöllun Strengja um þennan risalax.

Hrygnan sem Jules landaði var hundraðasti fiskurinn úr Jöklu og þvílíkur fiskur til að rjúfa þann múr.

„Besti dagurinn var líka í dag í Jöklu það sem af er sumri en það stefnir í að 12-15 laxar komi á land fyrir kvöldið. Yfirfall lítur vel út allt til mið eða seinnihluta ágúst þegar von er á því miðað við stöðuna í dag,“ sagði á heimasíðu Strengja.
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert