Sunray Shadow er yfirburðafluga í Vopnafjarðaránum í vor. Raunar á það við í fleiri ám, eins og í Miðfjarðará, en sérstaklega er þetta áberandi í Vopnafirði. Í Selá hafa 96 laxar af 213 tekið Sunray, eða Skugga sem er útgáfa Sigga Haugs af þessari þekktu flugu. Stundum er hún einnig bókuð í veiðibækur sem einfaldlega SRS sem er ekkert annað en skammtstöfun.
Í Hofsá í sama firði hafa 75 af 224 löxum tekur Sunray eða Skugga. Miðfjarðará sem er í Bakkafirði er með svipað hlutfall eða 23 af 64 löxum, sem eru bókaðir á annað hvort Sunray Shadow eða Skugga. Samtals hafa þessar þrjár ár gefið 501 lax og hafa 194 þeirra verið bókaðir á Sunray, SRS eða Skugga. Það er býsna hátt hlutfall.
Þetta er ótrúlega hátt hlutfall en Sunray er þekkt fyrir að vera öflug í vorfiski og margir veiðimenn nota hana til að leita að fiski. Oftar en ekki tekur hann Sunray en gott ráð er að kasta ekki aftur á fisk sem ólgar á Sunray, heldur taka eitt tvö skref til baka og setja undir smáflugu. Oftar en ekki neglir hana. Nú ef menn vilja kasta aftur getur verið árangursríkt að láta fluguna reka án þess að strippa hana og passa bara að rétta strax úr tauminum.
Bæði Hofsá og Selá hafa skilað 99 sentímetra fiskum og sýnir það vel að málbandið í Vopnafirði er að virka vel. Sama má segja um Miðfjarðará í Miðfirði en þar er stærsti laxinn líka 99 sentímetrar.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |