Fyrsti laxinn úr Geirlandsá

Jón Marteinsson með kvöldmatinn klárann. Þetta er fyrsti laxinn úr …
Jón Marteinsson með kvöldmatinn klárann. Þetta er fyrsti laxinn úr Geirlandsá sem vitað er um. Ljósmynd/JKJ

Fyrsti laxinn úr Geirlandsá kom á land í morgun. Áin er fyrst og fremst þekkt sem sjóbirtingsá en alltaf er eitthvað af laxi sem gengur í hana líka. Jón Marteinsson veiddi laxinn í Beygjunni. Jón hefur veitt Geirlandsána frá unglingsaldri og stendur nú á sjötugu. Það eru því ekki margir sem þekkja hana betur.

Jón Kristinn Jónsson, sonur hans var spurður hvað fiskurinn hefði tekið. „Brakandi ferskan gúmmíorm úr Veiðihorninu,“ var svarið. „Það verður veisla í kvöld. Glænýr villtur lax á borðum. Við vorum satt að segja ekki mjög bjartsýnir í morgun. Veðrið var ekki spennandi til veiða. Hiti 21 gráða, logn og sól. 

Við erum hins vegar að fara inn í gljúfrin eftir hádegi og það er mjög spennandi því yfirleitt rjúka fyrstu laxarnir upp úr þegar þeir mæta,“ sagði Jón Kristinn í samtali við Sporðaköst.

Laxinn vigtaði 5,5 kíló og mun duga í matinn fyrir alla.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert