Blanda verður veiðanleg langt fram í ágúst miðað við núverandi stöðu. Hún er mjög vatnsmikil en yfirfall úr Blöndulóni er ekki fyrirsjáanlegt miðað við þá stöðu sem nú er uppi. Við greindum frá því fyrr í þessum mánuði að miklar líkur væru á yfirfalli og það strax um miðjan júlí.
Mál hafa hins vegar þróast með þeim hætti að enn er nokkuð í að Blöndulón nái þeirri hæð að til yfirfalls komi.
Erik Koberling umsjónarmaður Blöndu segir það mikinn létti að sjá hvernig veðurguðirnir hafi gengið í lið með Blöndu. Innrennsli í lónið sé með þeim hætti að útlit sé fyrir að Blanda verði veiðanleg í mánuð í viðbót. Hann tekur hins vegar fram að enginn viti hvaða aðstæður komi upp á í veðri og menn taki bara því sem að höndum ber.
En staðan núna er góð og Erik er bjartsýnn á næstu vikur.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |