Stórlaxahvíslarinn Nils Folmer Jörgensen gerði það aftur. Hann setti í og landaði risafiski í Hornflúð í Laxá í Aðaldal. Hornflúð er hluti af Nesveiðum þar sem þeir allra stærstu virðast eiga lögheimili.
Þegar Sporðaköst náðu tali af Nils í morgun var hann að fara í leiðsögn í Nesi. Hann sagði viðureignina hafa verið klassíska eins og ávallt er með svo stóra fiska. Hann var hins vegar miklu uppteknari af laxinum sem hann missti. „Ég setti í risafisk í Vitaðsgjafa og eftir töluverða viðureign þá rauk hann inn í sefið og eftir það átti ég ekki möguleika,“ sagði Nils í samtali við Sporðaköst. Ef einhver þekkir stórlaxana í Nesi þá er það Nils hann hefur sett í marga þeirra og landað samtals 25 löxum sem mælst hafa 100 sentímetrar eða lengri.
Laxinn i Hornflúð tók nýja flugu sem Nils hannaði sjálfur og ber nafnið Glósóli. Þessi tók flugu númer átta og Nils fannst afar ánægjulegt að Glósóli væri kominn í hundrað plús klúbbinn í Nesi. Laxinn mældist 102 sentímetrar
Hann segir að hlutir séu að glæðast í Nesi og hann landaði sjö löxum á þremur dögum. Missti slatta.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |