Hvar er besta laxveiðin?

Erlendur veiðimaður með stórlax úr Eystri Rangá. Hún trónir á …
Erlendur veiðimaður með stórlax úr Eystri Rangá. Hún trónir á toppnum þegar horft er til veiði síðustu viku. Ljósmynd/Aðsend

Það eru ýmsar leiðir til að búa til lista yfir bestu veiðiárnar. Auðvitað er alltaf besti mælikvarðinn, laxar á stöng á dag. Það tökum við upp síðar í sumar þegar línur skýrast. En ef við notum vikuveiðina til að búa til topp tíu lista þá tekur listinn breytingum, frá því sem er þegar eingöngu er horft á fjölda laxa. Þannig dettur Urriðafoss út af listanum og sömuleiðis Norðurá. Sú síðarnefnda hefur enn ekki birt tölur og Urriðafoss skilaði ekki nema 24 löxum í síðustu viku. Þessar tölur eru fengnar af vef Landssambands Veiðifélaga angling.is.

Uppfært:

Jökla datt út úr þessum lista en hefur nú verið bætt inn í. Þar var hörkuveiði í síðustu viku eða 114 laxar sem skilar henni í 7. sætið.

Listinn lítur þá svona út

1. Eystri Rangá           703

2. Ytri Rangá              322

3. Miðfjarðará             203

4. Selá í Vopnaf.         171

5. Þverá/Kjarrá           129

6. Laxá í Kjós             122

7. Jökla                      114

8. Haffjarðará             112

9. Langá                    110

10. Hofsá Vopnaf.         91

11. Laxá á Ásum          87

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert