Áttundi hundraðkallinn veiddist á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal í morgun. Hængur sem mældist 102 sentímetrar veiddist í Lönguflúð á fluguna Meridian númer 10. Kristrún Ólöf Sigurðardóttir veiddi fiskinn og stóð viðureignin í um 35 mínútur.
Kristrún er þar með nýjasti með í tuttugu punda klúbbnum í Nesi.
Hinir stórlaxarnir i Nesi hafa veiðst í Vitaðsgjafa, Hólmavaðsstíflu og Hornflúð svo dæmi séu tekin. Sá stærsti til þessa er 107 sentímetrar og veiddist í Vitaðsgjafa.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |